Erlendar fréttir

Holte komið með bakið upp við vegg eftir 3-2 tap gegn Brøndby

Miðvikudaginn 27. mars fór Holte á heimavöll Brøndby þar sem að annar leikur í undanúrslitum um Danmarksmeistaratitilinn var spilaður.

Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liðin á því að skora upp að stöðunni 7-7. Þá gáfu Brøndby konur í og komu sér í 11-7 forystu. Holte náði þó að jafna heimakonur aftur í stöðunni 13-13. Þá gáfu Brøndby aftur í og leiddu hrinuna 17-13. Aftur náðu Holte konur að rífa sig í gang og jafna í stöðunni 23-23. Eftir það var mikil spenna þar sem að liðin skoruðu til skiptis en náðu Holte á endanum að taka hrinuna 28-30.

Holte byrjuðu aðra hrinuna vel og leiddu 1-5. Ekki voru Brøndby lengi að skipta up gír og voru búnar að jafna í stöðunni 6-6. Liðin voru jöfn en um miðja hrinu gáfu Holte í og komu sér í 13-17 forystu. Eins og fyrr í hrinunni gáfu Brøndby í og voru búnar að jafna Holte í stöðunni 20-20 og lokuðu hrinunni 25-23.

Staðan var þá orðin 1-1 í hrinum og mikil spenna í höllinni. Holte byrjuðu vel og leiddu 1-4. Liðin skiptust á því að skora en Holte hélt þó alltaf forystunni. Þannig var það út alla hrinuna og enduðu Holte á því að sigra hrinuna 22-25.

Fjórða hrina byrjaði að sama skapi og sú þriðja þar sem að Hotle náði forskoti í byrjun hrinunar. Liðin skiptust á því að skora en Holte hélt þó alltaf forystunni. Brøndby var þó búið að jafna Holte í stöðunni 11-11. Í stöðunni 17-17 gáfu Holte í og komu sér í góða stöðu og leiddu 17-23. Brøndby settu þá í lás og tóku 8 stig í röð og sigruðu hrinuna 25-23 og knúðu fram oddahrinu.

Fimmta hrina var jöfn upp að stöðunni 4-4. Þá gáfu Brøndby hressilega í og komu sér í 10-4 forystu. Holte náðu smá að brúa bilið en náðu þó aldrei að koma sér á strik og sigruðu Brøndby hrinuna 15-9.

Brøndby er þar með komið 2-0 yfir í leikjum í undanúrslitum um Danmarksmeistaratitilinn og Holte svo sannarlega komið með bakið upp við vegg.

Næstkomandi sunnudag þann 31. mars fara Brøndby á heimavöll Holte þar sem að Holte fær sinn síðasta séns til þess að knúa fram annan leik í einvíginu.