Í gær fimmtudaginn 18. apríl hélt Holte til Aarhus þar sem að þær mættu ASV Elite í öðrum leik í úrslitum.
Holte byrjuðu leikinn vel og leiddu 3-6 og 4-8. ASV voru þó ekki lengi að koma sér í gang og jöfnuðu holte í 8-8. Eftir það skiptust liðin á því að skora upp að stöðunni 13-13. Þá náðu ASV þriggja stiga forskoti og héldu því. Undir lok hrinunnar komu ASV sér í góða stöðu þar sem að þær leiddu 23-18. Holte náðu að brúa bilið niður í 24-22. Ekki dugði það þó til og sigruðu ASV fyrstu hrinuna 25-22.
Önnur hrina byrjaði jöfn upp að stöðunni 8-9. Þá gáfu Holte í og komu sér í 9-18 forystu. ASV voru í vandræðum með Holte og sigruðu Holte hrinuna sannfærandi 15-25.
Þriðja hrina var hníf jöfn og var aldrei meira en þrjú stig sem skildu liðin að. Í stöðunni 20-20 gáfu ASV í og lokuðu hrinunni 25-21.
Líkt og í fyrstu þremur hrinunum bryjaði fjórða hrinan jöfn. um miðja hrinu gáfu Holte konur hressilega í og komu sér í 12-19 forystu. ASV héldu í við Holte en ekki dugði það til og lokuðu Holte hrinunni 18-25 og knúðu þar með fram oddahrinu. Holte voru í góðum gír og byrjuðu oddahrinuna að krafti þar sem að þær leiddu 1-8. ASV brúuðu bilið í 7-12 en Holte settu í lás og sigruðu hrinuna 10-15 og þar með leikinn 2-3.
Holte leiðir þar með einvígið 2-0 og er ASV komið með bakið upp við vegg og þurfa þær að koma með allt sem þær geta í næsta leik til þess að knúa fram annan leik. Næsti leikur er í dag sunnudaginn 21. apríl kl 12:00 á ísl tíma á heimavelli Holte þar sem að þær eiga möguleikann á því að tryggja sér Danmarksmeistaratitilinn með sigri.
Leikmaður leiksins var Katrine Buhl.