Sunnudaginn 17. mars fékk Holte DHV í heimsókn þar sem að þær spiluðu sinn seinarsta deildarleik á tímabilinu. Þetta var mikilvægur leikur fyrir Holte þar sem að deildarmeistaratitilinn lá undir og þurftu þær að vinna leikinn til þess að tryggja sér fyrsta sætið.
Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Í stöðunni 8-8 gáfu DHV konur í og komust í 8-11 forystu. Holte voru ekki lengi að rífa sig í gang og jöfnuðu DHV í 11-11. Í stöðunni 14-14 fundu Holte taktinn og komust í 18-14 forystu. Eftir það leiddu Holte hrinuna og áttu DHV erfitt með að koma sér á strik. Holte unnu fyrstu hrinu 25-17.
Holte byrjuðu aðra hrinu með krafti og leiddu 7-3. DHV náðu að brúa bilið í 10-8. Í stöðunni 11-9 settu Holte í lás og komu sér í 17-11 forystu. Holte sigruðu hrinuna 25-17.
Þriðja hrina byrjaði jöfn en ekki leið langt á hrinuna þegar að DHV gáfu hressilega í og komust í 7-14 forystu. Holte náðu þó að koma sér á strik og jöfnuðu í stöðunni 22-22 og sigruðu hrinuna 25-22.
Holte tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn með aðeins einu stigi og byrja strax næstu helgi að spila í undanúrslitum um danmarksmeistaratitilinn þar sem að þær munu mæta Brøndby. Í undanúrslitum þurfa þær að vinna 3 leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum.
leikmaður leiksins var Emma Stevnsborg.
Hér fyrir neðan má sjá leikjarplan Holte í undanúrslitunum:
23.3 – 16:30
27.3 – 20:00
31.3 – 14:00
4.4 – 20:00 (ef þess þarf)
7.4 – 16:30 (ef þess þarf)
Hægt er að fylgjast með öllum leikjum dönsku deildarinnar inn á eftirfarandi heimasíðu: