Innlendar fréttir

Hörku leikir í KA heimilinu um helgina

Á laugardaginn tóku lið KA á móti HK í KA heimilinu bæði í unbrokendeild karla og kvenna í blaki. Karlaleikurinn var fyrst á dagskrá kvöldsins og byrjaði leikurinn af krafti með mikilli baráttu hjá báðum liðum og löngum skorpum. KA nær hinsvegar aðeins að síga fram úr þegar líður á með góða uppgjafapressu frá Zhidovar og ákveður HK að taka leikhlé í stöðunni 11-7. Heimamenn héld áfram að þjarma að gestunum með góðum sóknarleik og góðri hávörn. Þeir vinna hrinuna 25-19.

Í annari hrinu byrjuðu gestirnir örlítið betur og komust fljótt í stöðuna 9-12 en KA menn svara fljótt fyrir sig og jafna í stöðuna 12-12. Eftir það skiptust liðin á stigum en nær svo HK auka aðeins forskotið aftur líkt og þeir náðu að gera í byrjun hrinunar. Þeir héldu forystunni út hrinuna og unnu hana 20-25.

Þriðja hrina var virkilega jöfn og sýndu bæði lið mikla baráttu og góðan sóknarleik á köflum en þó heldur mörg mistök, þá aðallega í sókn hjá heimamönnum en í uppgjöfum hjá gestunum. Liðin voru stál í stál alveg fram á seinustu stig hrinunnar. Heimamenn höfðu betur og unnu hrinuna 25-23.

KA menn koma síðan sterkir inn í fjórðu hrinu og ná upp ágætri forystu. Þeir héldu henni út mest alla hrinuna en gestirnir komu heldur betur til baka og jöfnuðu í 19-19 og taka í kjölfarið fram úr þeim og komast í 19-22 eftir að hafa verið undir alla hrinuna. Hrinan fer í upp hækkun og ljóst að hvorugt liði ætlaði að gefa sigurinn frá sér. HK nær svo með góðri frammistöðu að vinna 27-29 og ná þeir þar með að knýja fram oddahrinu.

Gestirnir koma með krafti inn í oddahrinuna með mikinn baráttuanda og fullir af sjálfstrausti og komast þeir strax í 2-6 foristu. KA svarar þó fljott fyrir sig og jafna í 6-6. HK leiddi með tveimur stigum þegar liðin skiptu um vallarhelming og leikurinn ennþá galopinn. Eftir það skiptust liðin á að leiða en að lokum náðu HK-ingar að vinna hrinuna 13-15 og vinna þar með leikinn 2-3.

Stigahæstur heimamanna var Miguel Mateo með 29 stig og næst var það Zhidovar með 15 stig hvor. Í liði gestanna var Valens Torfi með 22 sitg og Hermann fylgdi honum fast á eftir með 17 stig.

Eftir langan og spennandi leik strákanna var komið að stelpunum að spreyta sig. Heima konur byrjuðu leikin örlítið betur og voru alltaf einu skrefi á undan gestunum. Sóknar og varnarleikur þeirra var góður sem reyndist gestunum aðeins of erfiður. KA vann hrinuna 25-17 og því komnar 1-0 yfir.

Önnur hrina var mun jafnari en sú fyrsta og var allt í járnum mest alla hrinuna. Liðin skiptust á að leiða hrinuna og ekki ljóst fyrr en í seinustu stigunum hver færi með sigur úr bítum. KA hafði þó betur að lokum og unnu 25-22 og voru þá komnar 2-0 yfir. Ljóst var þá að gestirnir voru komnir með bakið upp við vegg og ekkert annað í boði en að vinna næstu hrinu til að halda sér á lífi.

HK nær forystu snemma í þriðju hrinu með góðum og skynsamlegum sóknarleik. HK voru með yfirhöndina nær alla hrinuna en undir lokinn náðu KA konur að jafna í stöðunni 21-21 en þá tóku gestirnir aftur við sér og unnu hrinuna 21-25.

Fjórða hrina var gífulega jöfn og mikil barátta í báðum liðum. KA konur gáfu aðeins í í lok hrinunnar og sigu fram úr HK og unnu 25-20 og vann þar með KA leikinn 3-1.

Stigahæst í liði heimamanna var Paula del Olmo með 24 stig og Julia þar næst með 23 stig. Í liði gestanna var það Þórdís með 15 stig henni fylgdi Heba Sól fast á eftir með 12 stig.