Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Hebar með fyrsta tap sitt í deildinni eftir spennandi fimm hrinu leik

Hebar tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli Montana í fimmta leik Efbet deildarinnar. Leikurinn fór 3-2 fyrir Montana og hrinurnar fóru: ( 22:25, 18:25, 25:21, 25:22 og 15:12). Montana er í sjötta sæti deildarinnar með 7 stig og Hebar eru áfram efstir með 13 stig.

Byrjunarlið Hebar: Hristiyan Dimitrov, Iliya Petkov, Jakopo Massari, Viktor Yosifov, Michele Baranovich, Rosalin Penchev, Teodor Salparov.

Í byrjunarliðið vantaði Giulio Sabbi, díó og frelsingjann Petar Karakashev, sem eru fjarverandi vegna meiðsla. Hristiyan Dimitrov átti frábæra innkomu sem byrjunarliðsleikmaður í stað Sabbi.

Í fyrstu tveim hrinunum réð lið Hebar ferðinni og unnu þeir hrinurnar 22:25 og 18:25. Í þriðju hrinu vaknaði Montana til lífsins og náðu forystu, þjálfari þeirra gerði nokkrar skiptingar sem skiluðu sér vel. Andi og sigurvilji liðs Montana kom þeim í gegnum þriðju hrinu og sigruðu þeir hana 25:21, og þar með var staðan orðin 1-2 í hrinum.

Í fjórðu hrinu náði Hebar góðri forystu í byrjun, en lið Montana var ekki lengi að snúa því við og voru með yfirhöndina mest allan tímann. Montana vann fjórðu hrinu 25:22 og staðan í hrinum orðin 2-2, og næst á dagskrá var oddahrina.

Í oddahrinunni skiptust liðin á að skora stig og var hrinan jöfn alveg þangað til í endann, Montana sýndi þá viljann og karekter, og unnu hrinuna 15:12, og þar með sigruðu leikinn 3-2.

Stigahæstur í liði Montana var Christian Valczak með 17 stig. Denislav Burdarov með 12 stig var valinn maður leiksins, út af innkomu hans í þriðju hrinu með frábærum hávörnum sem átti stóran hlut í sigrinum.

Stigahæsti leikmaður Hebar og í leiknum var Hristiyan Dimitrov með 23 stig, og þar á eftir var Jacopo Massari með 20 stig.

Hér er hægt að sjá tölfræði leiksins.

Næsti leikur Hebar er á morgun, fimmtudaginn 23.nóvember í CEV undanspili, þar mæta þeir Pólska toppdeildarliðinu Warta Zawiercie. Leikurinn á morgun er spilaður í Póllandi, síðan verður annar leikurinn spilaður á heimavelli Hebar í Búlgaríu þann 29.nóvember.