Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Hristiyan snýr aftur til Ítalíu

Hristiyan Dimitrov sem byrjaði tímabilið með Hebar í Búlgörsku deildinni, snýr aftur til Ítalíu og heldur áfram ferli sínum með Smartsystem Fano, sem spila í Serie A3 suður deildinni á Ítalíu.

Hristiyan þekkir A3 deildina á Ítalíu vel þar sem hann spilaði með WiMore Parma í fyrra í A3 norður deildinni. Það tímabil vann hann nokkrum sinnum besti maður leiksins (MVP) og kom liði sínu lengra en búist var við.

WiMore Parma tímabilið 2022/23

Smartsystem Fano eru með háar væntingar til liðsins þetta tímabilið, en þeirra markmið er að sigra Serie A3 til að komast upp í Serie A2. Fyrsti leikur hjá Hristiyan með Fano er á sunnudaginn 17.desember á móti Marcianise.

Á æfingu hjá Hebar tímabilið 2023

Lið Fano hafði samband við Hristiyan þegar þeir sáu í fréttunum að lið hans Hebar væru í fjárhagslegum vandræðum og að leikmenn þeirra þurftu líklegast að finna sér annað lið fyrir seinni hluta tímabilsins. Lið Fano var með auga á Hristiyan síðan hann spilaði með WiMore Parma á síðasta tímabili. Hristiyan er spenntur fyrir komandi mánuðum með Ítalska liðinu. Það sem hann fékk að kynnast á síðasta tímabili á Ítalíu var að andrúmsloftið og skipulagið er gott, umgjörðin í kringum leiki er frábær og mörg lið eru jöfn sem gerir þetta meira spennandi og að hver og einn leikur er krefjandi.

WiMore Parma tímabilið 2022/23

Hristiyan kvaddi fyrrverandi lið sitt Hebar fyrir tveim vikum, þrátt fyrir erfiða tíma hjá félaginu, gaf reynsla hans í Hebar honum mikinn lærdóm og tækifæri til þess að spila með og læra af þeim bestu, hann er þakklátur fyrir forseta klúbbsins Alexander Ivanov, og “sport director” Todor Aleksiev, sem gáfu honum þetta tækifæri. Fyrir hann var þetta dýrmæt reynsla sem hjálpaði honum að vaxa bæði andlega og tæknilega.

Eftir síðasta leik Hristiyans með Hebar tímabilið 2023