Erlendar fréttir - Fréttir - Okkar fólk úti

Matthildur og lið hennar DVTK tók á móti KNRC

Matthildur og lið hennar DVTK tóku á móti KNRC í ungversku úrvalsdeildinni í gær. Gestirnir byrjuðu betur og komust í sex stiga forskot í stöðunni 15-9. DVTK tók þá leikhlé og gáfu þær vel í og náðu að skera á forustuna hjá KNRC í tvö stig í stöðunni 17-19. Þá snéru gestirnir vörn í sókn og kláruðu hrinuna 25-19.

Önnur hrina var mjög spennandi þar sem Matthildur dreifði spilinu gríðalega vel og stóðu leikar jafnir í stöðunni 20-20. Gestirnir náðu þremur stigum í röð og DVTK tóku þá leikhlé sem dugði ekki til þar sem KNRC skellti í lás og tóku aðra hrinu 25-20.

Gestirnir komu vel einbeittar inn í þriðju hrinu og náðu fljótt forustu í stöðunni 9-4. Matthildur átti þá stórkostlega laumu sem blés lífi í DVTK og komi þær sér aftur inn í hrinuna. KNRC náðu þá aftur að slíta sig frá heimakonum þegar staðan var 15-11. Gestirnir gáfu þá vel í og kláruðu síðustu hrinuna 25-18 og þar með leikinn 3-0.