Um hegina fékk Sant Joan Hidramar Gran Canarias í heimsókn. Síðast þegar þessi lið áttust við tapaði Sant Joan naumlega og var því vitað mál að hörkuleikur var í vændum. Sant Joan byrjaði vel í fyrstu hrinu og náðu öllu jöfnu að vera alltaf tveimur stigum á undan gestunum þar til um miðja hrinuna náðu gestirnir að jafna og eftir það skiptust liðin á að leiða. Undir lokinn gáfu gestrinir aðeins í og komust í þriggja stiga forystu, 18-21. Síðan fór Jóna í uppgjöf og náði að jafna leikinn í 21-21 og spennan hélt því áfram. Sant Joan voru síðan sterkara liðið á endasprettinum og unnu hrinuna 25-22.
Gestirnir byrjuðu betur í annarri hrinu og náðu strax upp ágætu forskoti sem þær náðu að halda út alla hrinuna. Heimakonur náðu þó alltaf að saxa á forskotið en náðu aldrei alveg að jafna leikinn. Hidramar tók hrinuna 25-19.
Fljótt þegar leið á hrinuna náðu Sant Joan að byggja upp ágætis forskot héldu áfram hægt og rólega að auka forskotið enn meira og náðu þær mest 10 stiga mun, 15-5. Svo í stöðunni 23-14 byrjuðu gestirnir heldur betur að saxa á forskotið með góðri uppgjafapressu og einnig voru Sant Joan að gera óþarflega mikið af mistökum en þær náðu þó að stoppa gestina á endanum og unnu hrinuna 25-19.
Sant Joan náðu strax upp ágætu forskoti þegar Jóna fór í uppgjöf og kom þeim í 5 stiga forystu, 6-1. Sant Joan voru síðan alltaf einu skrefi á undan þangað til um miðja hrinu þegar gestirnir náðu að brúa bilið í eitt stig. En þá gáfu Sant Joan bara enþá meira í og kláruðu hrinuna 25-18 og þar með leikinn 3-1.
Jóna átti frábæran leik þar sem hún skoraði 12 stig þá aðallega úr uppgjöfum og hávörn.