Fréttir - Innlendar fréttir

Sigur hjá báðum liðum Þróttar í gær

Tveir leikir fóru fram í Neskaupstað í gær þar sem Þróttur Fjarðabyggð tók á móti Vestra í efri kross karla megin og kvenna meginn tók Þróttur Fjarðabyggð á móti Þrótti frá Reykjavík í neðri kross Unbrokendeildarinnar.

Karlarnir áttu fyrsta leik og var fyrsta hrina gríðalega jöfn og fjörug þar sem bæði lið sýndu frábæra takta bæði í vörn og sókn og stóðu leikar jafnir þegar komið var í hálfa hrinu 15-15. Hrinan hélt áfram að vera jöfn þar til heimamenn náðu tveggja stiga forustu í stöðuni 22-20. Vestri náðu þá að jafna hrinuna í 23-23 en þá gerði Þróttur út um fyrstu hrinuna með tveimur blokkarstigum í röð og tóku þar með fyrstu hrinuna 25-23.

Önnur hrina var jöfn framan af en þá gáfu heimamenn í og komu sér í fimm stiga forustu þegar vestri tóku leikhlé í stöðuni 14-9. Þróttur héldu áfram miklari pressu og héldu forskotinu þangað til í stöðunni 17-11. Vestri byrjaði þá að gefa í og söxuðu þeir hratt á forskotið en heimamenn héldu þó sterkir út og tóku aðra hrinuna 25-21.

Þróttur Fjarðabyggð komu inn í 3.hrinu af krafti og komu sér fljótt í góða stöðu 7-1. Vestri virtist ekki eiga mörg svör við góðum sóknarleik og sterkum uppgjöfum heimamanna sem komu sér í tíu stiga forustu þegar staðan var 15-5. Vestri náði sér aldrei almennilega í gang og gat Þróttur því dreyft álaginu og skiptu þeir mikið af leikmönnum inn á sem kláruðu þriðju hrinuna 25-17.

Stigahæstur í liði Þróttar Fjarðabyggðar var Raul Garcia Asenso með 19. Sig.

Stigahæstur í liði Vestra var Marcin Grasza með 10. Stig.

Kvenna meginn var það Þróttur Fjarðabyggð sem byrjuðu fyrstu hrinuna betur og náðu fljótt tökum á henni þegar gestirnir tóku leikhlé í stöðuni 8-3. Heimakonur gáfu ekkert eftir og komu sér í átta stiga forustu þegar komið var í hálfa hrinu 16-8. Þróttur Reykjavík gáfu þá hressilega í og náðu að jafna hrinuna í 18-18. Við tók spennandi endasprettur sem endaði með sigri Þrótt Fjarðabyggðar 25-22.

Þróttur Reykjavík byrjuðu aðra hrinuna betur og leiddu framan af en þá tóku heimakonur við sér og jöfnuðu leikinn í stöðunni 11-11. Hrinan hélt áfram að vera sveiflukennd þar sem bæði lið áttu góða spretti. Þróttur Reykjavík leiddu þegar staðan var 23-22 en heimakonur sóttu næstu þrjú stig og tóku aðra hrinuna 25-23 og þar með leiddu þær 2-0 í hrinum.

Þróttur Reykjavík komu einbeittar inn í þriðju hrinu og með góðum uppgjöfum og flottu spili leiddu þær í stöðunni 13-10. Heimakonur áttu góða spretti inn á milli en gestirnir héldu sterkar út alla hrinuna sem endaði 25-19 fyrir Þrótti Reykjavík og var þá staðan orðinn 2-1 í hrinum.

Heimakonur endurstilltu sig milli hrina og komu inn af krafti í fjórðu hrinu og komu sér snemma í góða stöðu þegar þær leiddu 16-8. Þróttur Reykjavík komu sér aldrei á skrið í hrinunni sem Þróttur Fjarðabyggð endaði á að sigra 25-15 og þar með leikinn 3-1.

Stigahæst í liði Þrótt Fjarðabyggðar var Amelía Rún Jónsdóttir með 24. stig.

Stigahæstar í liði Þrótt Reykjavíkur voru Malina Todorova Gadzheva og Katla Logadóttir með 10. stig hvor.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *