Fréttir - Innlendar fréttir

Slavia með fullt hús stiga eftir fyrstu umferðina

Slavia tók á móti UKF Nitra í úrvalsdeild Slóvakíu í gær. Fyrir leikinn var Slavia í fyrsta sæti á meðan Nitra varð að láta annað sæti duga.

Fyrsta hrinan var jöfn framan af þar sem uppgjafa mistök herjuðu á heimakonur. Leikurinn stóð jafn í 14-14. Hrinan hélt áfram að vera hnífjöfn og leiddi Slavia með einu stigi 19-18 þegar Nitra tók leikhlé. Á lokasprettinum hrökk hávörninn hjá heimakonum í gang og kláruðu þær fyrstu hrinuna 25-22

Slavia byrjaði aðra hrinuna betur og leiddu framan af þar til allt fór að ganga upp hjá Nitra sem leiddi 15-13. Slavia jafnaði þá aftur hrinuna í 17-17. Nitra gáfu þá í og leiddu eftir það þar til þær kláruðu hrinuna með naumundum 25-23.

Þriðja hrina var gríðalega jöfn þar til Slavia náði tveggja stiga forskoti í stöðunni 12-10. Nitra snéri þá vörn í sókn og leiddu þær fljótlega 16-14. Slavia jafnaði þá aftur í 16-16 en Nitra leiddi eftir það allt þar til Slavia jafnaði aftur í 22-22. Áfram hélt leikurinn þar til staðan var aftur jöfn 24-24. Því þurfti upphækkun til að knígja fram úrslit. Slavia endaði betur, þær sótti næstu tvö stig og sigruðu hrinuna 26-24.

Fjórða hrina var einnig mjög jöfn en Slavia var framan af einu stigi á undan og leiddu 14-13. Nitra jafnaði þó hrinuna í 17-17 og náði svo þriggja stiga forskoti 20-17. Slavia tók þá leikhlé og komu sterka aftur inn og sóttu næstu þrjú stig 20-20. Endaspretturinn var spennandi og var það Slavia sem náði seinasta stiginu og kláraði fjórðu hrinuna 25-22 og þar með leikinn 3-1.

Næsti leikur hjá Matthildi er 30. Nóvember kl 16:00 á Íslenskum tíma gegn Nove Mesto og er hægt að horfa á leikinn hér: https://svf-web.dataproject.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *