Fréttir - Okkar fólk úti

Slavia með sigur í fyrsta leik í undanúrslitum

Undanúrslitinn í úrvalsdeildinni í Slóvakíu er byrjuð og tók Slavia þar á móti Nové Mesto. Matthildur setti strax tóninn snemma leiks þegar hún sturtublokkaði tvisvar í fyrstu hrinunni sem Slavia leiddi 8-3 þegar Nové Mesto tók sitt fyrsta leikhlé. Slavia barðist fyrir hverjum bolta og var hávörninn að stoppa flestar sóknir gestana sem komu engum vörnum við þungum sóknaleik Slavia. Heimakonur kláruðu fyrstu hrinuna heldur auðveldlega 25-13.

Slavia náði fljótt yfirhöndinni í annarri hrinu og leiddu 12-7 þegar Nové Mesto tók sitt fyrsta leikhlé. Matthildur kom sterk aftur inn eftir leikhléð og skilaði einum ás fyrir Slavia sem leiddi með níu stigum í stöðunni 19-10. Áfram hélt sterkur sóknaleikur hjá heimakonum sem kláruðu þriðju hrinuna með blokk 25-16.

Það var miklu meiri barátta í liði Nové Mesto í þriðju hrinu og stóðu leikar jafnir í stöðunni 14-14. Áfram var jafnt 17-17 þegar Slavia skellti í lás í hávörninni og gáfu hressilega í sóknarlega. Þær náðu að byggja upp þriggja stiga forskot í stöðunni 21-18 þegar Nové Mesto tók leikhlé. Slavia kláraði þriðju hrinuna af krafti 25-19 og eru því komnar 1-0 yfir í undanúrslitum en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið.