Þriðji leikur í undanúrslitum milli Þrótt Reykjavíkar og Hamars fór fram í Laugardalshöllinni í gær. Þróttur byrjaði betur í fyrstu hrinunni og leiddu hana 15-11. Hamar náði að vinna sig aftur inn í hrinuna en náðu þó aldrei að jafna hana sem Þróttur kláraði 25-21.
Þróttur byrjaði aftur betur og leiddu 15-13 með laumu stigi frá uppspilara Þróttar Mateusz Rucinski. Hamar jafnaði aftur í stöðunni 18-18 þegar Tomek Leik smassaði í hávörn Þróttar og út. Kristján Valdimarsson fékk svo gult spjald fyrir að þræta við dómarann í stöðunni 20-18 fyrir Þrótti. Heimamenn enduðu hrinuna betur sem þeir kláruðu 25-22 og leiddu þar með 2-0 í hrinum.
Hamar byrjaði Þriðju hrinuna betur, þeir náðu snemma yfirhöndinni og leiddu 4-9 þegar Þróttur tók sitt fyrsta leikhlé. Heimamenn tóku svo aftur leikhlé í stöðunni 5-11 fyrir Hamar. Gestirnir leiddu áfram 11-16 og þrátt fyrir góða baráttu heimamanna náðu þeir aldrei að jafna hrinuna sem Hamar kláraði 20-25.
Þróttur byrjaði gríðalega vel í fjórðu hrinu og leiddu sannfærandi 16-8. Eftirleikurinn var heldur auðveldur fyrir heimamenn sem kláruðu hrinuna auðveldlega 25-17 og gerðu þannig út um draum Hveragerðinga um að komast í úrslit gegn KA.
Þróttur Reykjavík og KA munu því leika um Íslandasmeistaratitilinn í Unbrokendeild karla.