Seinustu helgi spiluðu bæði karla og kvenna lið aftureldingar gegn Völsung í Varmá.
Afturelding – Völsungur KK
Strákarnir spiluðu fyrri leikinn á laugardeginum þann 2. nóvember þar sem að þeir mættu Völsungi.
Afturelding byrjuðu leikinn vel og leiddu 8-3. Völsungur voru ekki lengi að setja í gír og jöfnuðu í stöðunni 9-9. Eftir það var hrinan hníf jöfn og æsispennandi þar sem að liðin skoruðu til skiptis. Afturelding höfðu betur og sigruðu hrinuna 25-23.
Önnur hrina byrjaði jöfn og skoruðu liðin til skiptis. Um miðja hrinu gáfu Afturelding í og komu sér í 20-15 forystu. Afturelding voru sterkari og sigruðu aðra hrinuna 25-19.
Völsungur komu grimmir inn í aðra hrinu þar sem að þeir leiddu 1-5. Afturelding gáfu í og jöfnuðu gestina í stöðunni 10-10. Eftir það voru liðin hníf jöfn. Afturelding höfðu betur og lokuðu hrinunni 25-20.
Stigahæðstur í liði Völsungs var Hristo Petkov með 15 stig og fyrir hönd Aftureldingar var Jakub Grzegolec stigahæstur með 18 stig.
næsti leikur Völsungs er miðvikudaginn 6. nóvember þar sem að þeir mæta nágrönnum sínum KA á Akureyri. Næsti leikur Aftureldingar er þann 13. nóvember þar sem að þeir munu fá Þrótt Reykjavík í heimsókn.
Afturelding – Völsungur KVK
Eftir karla leikinn var komið að því að stelpurnar myndu mæta kvennaliði Völsungs.
Leikurinn byrjaði jafn og voru liðin hníf jöfn. Liðin skoruðu til skiptis út alla fyrstu hrinuna en höfðu Völsungur betur og sigruðu hrinuna 23-25.
Önnur hrina var að sama skapi og sú fyrsta þar sem að liðin skiptust á því að skora. Afturelding voru þó yfir nánast alla hrinuna en Völsungur héldu þó í við heimakonurnar. Undir lok hrinunnar gáfu Völsungur í og lokuðu hrinunni 21-25.
Völsungur voru í stuði og komu sterkar inn í þriðju hrinu og leiddu 4-10 og 7-14. Afturelding voru í vandræðum með gestina og náðu ekki að halda í við þær. Völsungur voru sterkari og sigruðu þriðju hrinuna 16-25 og þar með leikinn 0-3.
Stigahæðst í liði Völsungs var Heiðdís Edda með 15 stig og fyrir hönd Aftureldingar voru þær Valdís Unnur og Michelle Traini stigahæðstar með 10 stig hvor.
Næsti leikur Völsungs er fimmtudaginn 7. nóvember þar sem að þær leika gegn Þrótti Fjarðabyggð á útivelli. Næsti leikur Aftureldingar er miðvikudaginn 6. nóvember þar sem að þær fá Þrótt Reykjavík í heimsókn í Varmá.