Innlendar fréttir

KA konur tryggðu sér sæti í úrslitum í gær

HK fékk KA í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn um helgina. Með sigri gat KA tryggt sér sæti í úrslitum og því þurfti HK á sigri að halda til þess að draumurinn um sæti í úrslitum væri ekki úti. KA byrjuðu sterkt og voru með yfirhöndina strax frá upphafi hrinunnar. Heimakonur vörðust þó virkilega vel en gestirnir héldu ró sinni og voru þolinmóðar þangað til þær skoruðu stig. Þannig mikið var um langar skorpur í hrinunni þó flestar hafi dottið með KA. Um miðja hrinuna fer Paula Del Olmo í uppgjöf fyrir gestina og pressar uppgjöfunum virkilega vel á gestina sem reynist þeim erfitt og í stöðunni 8-16 tekur HK leikhlé. Paula heldur uppgjafapressunni þrotlaust áfram og tók þá HK upp á því að gera tvöfalda skiptingu í þeirri von með þrjá smassara frami að losa stöðuna. Það dugði þó ekki nægilega til og KA vinnur hrinuna 12-25.

KA héldu áfram inn í næstu hrinu með sama krafti og HK fann fá svör við því. Í stöðunni 12-18, fyrir KA, gerði HK tvöfalda skiptingu og þá fyrst byrjaði aðeins að kvikkna líf í heimakonur, þegar að Þórdís tekur virkilega góða uppgjafa syrpu og í stöðunni 19-22, fyrir KA, tekur KA sitt fyrsta leikhlé í hrinunni. Anika fer síðan í uppgjöf fyrir gestina í stöðunni 20-23 og gerir tvo ása sem skilaði KA sigri í hrinunni 20-25.

Það sást greinilega að heimakonur voru ekki búnar að gefast upp og voru hungraðri í þriðju hrinu heldur en í fyrstu tveimur. Staðan var mjög jöfn og aldrei meira en eitt stig sem skildi að liðin þangað til HK náði tveggja stiga forystu í stöðunni 11-9 og tók þá KA sitt fyrsta leikhlé í hrinunni. Heimakonur héldu áfram að vera mjög skynsamar í sóknarleiknum sem KA konur höfðu fá svör við ásamt því að þær gerðu mikið að dýrum mistökum sem gerði forystu HK enn meira. KA konur settu svo rétt undir lok hrinunnar í næsta gír og færðust nær og nær heimakonum en það dugði ekki til og HK konur náðu að halda úr hrinuna 25-21 og náðu þar með að knýja fram aðra hrinu.

KA byrjuðu fjórðu hrinu talsvert betur en HK og strax í stöðunni 1-5 tók HK leikhlé. Þær taka svo sitt annað leikhlé strax aftur í stöðunni 5-13 en þær fundu lítið sem engar lausnir við spili gestanna og vann KA hrinuna 13-25 og þar með leikinn 1-3.

Stigahæst í liði HK var Líney Inga með 15 stig og þar á eftir var Victoria með 13 stig. Stigahæst í liði KA var Julia Bonet með 26 stig og þar á eftir var Paula Del Olmo með 14 stig.