Fyrsti leikur í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn fór fram í gær þar sem kvennalið Völsungs sótti KA heim. Völsungar mættu virkilega öflugar til leiks með mikið og öflugt klapplið með sér sem fyllti meira en hálfa stúku KA heimilisins. Gestirnir komust fljótt í fimm stiga forystu í 5-10. Heimakonur tóku svo örlítið við sér um miðja hrinu og náðu að hrissta af sér mesta stressið og og jöfnuðu leikinn. KA voru þá komnar á góða siglingu og sigu hægt og rólega fram úr gestunum. Í stöðunni 20-18, KA í vil, tóku gestirnir leikhlé en það dugði ekki til og vann KA hrinuna með frábærum viðsnúning 25-21.
Í næstu hrinu voru heimakonur komnar vel í gang og byrjuðu af krafti. Bæði lið vörðust vel en sóknaleikur KA var talsvert betri og var það helst sem skildi að liðin í hrinunni. KA náði fljótt upp góðri forystu og unnu hrinuna nokkuð örugglega 25-14.
Í þriðju hrinunni byrjuðu KA konur af miklum krafti og voru geinilega staðráðnar í því að klára leikinn 3-0. Völsungar voru þó ekki búnar að gefa sigurinn upp á bátinn og héldu sér alltaf aðeins inn í leiknum en aldrei nógu mikið til þess að stríða eitthvað KA. Heimakonur unnu því hrinuna 25-17 og þar með leikinn 3-0.
Stigahæst í liði KA var Julia Bonet með 20 stig og þar á eftir var Paula Del Olmo með 13 stig. Stigahæst í liði Völsungs var Ornela Melchiorri með 7 stig og þar á eftir komu Sigrún Anna, Kristine og Tamara með 5 stig hver.
Næsti leikur liðanna er næstkomandi miðvikudag á Húsavík klukkan 19:30.