Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Hebar sigraði pólska liðið Warta Zawiercie í öðrum leik þeirra í 16 liða úrslitum CEV Cup

Hebar barðist til enda og sigruðu leikinn 3-2 á heimavelli á móti pólska liðinu Warta Zawiercie í 16 liða úrslitum CEV Cup. Hrinurnar fóru (13:25, 25:27, 26:24, 25:17, 15:13). Þar sem Zawiercie unnu fyrri leikinn 3-0, þá þurftu þeir einungis að sigra tvær hrinur á útivelli til þess að tryggja sér sæti í næstu umferð.

Það var frábært andrúmsloft alveg frá byrjun leiks á heimavelli Hebar í Parzardzhik. Leikurinn var sannkallaður blakfagnaður fyrir félagið og alla bæjarbúa Parzardzhik. Hebar fengu sterkan stuðning frá stuðningsaðilium í Búlgaríu og út um allan heim, á þessu erfiðu tímum sem félagið er að ganga í gegnum.

Vegna fjárhagslegra vandamála félagsins þá hefur nú þegar Giulio Sabbi, Michele Baranowicz, Nikolay Kartev og Jacopo Massari yfirgefið lið Hebar. Þetta er í fyrsta skiptið í sögu félagsins sem hefur verið aðgangseyri inná leik, þrátt fyrir það var höllin stútfull og það var röð út á bílastæði í miðasöluna, og virtist eins og það hafi ekki skipt neinu máli fyrir stuðningsmenn. Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu félagsins, spiluðu heimamenn af krafti, sem börðust með vilja og hjarta, og glöddu alla í höllinni með ótrúlegum árangri, sem skilaði þeim sigri.

Fyrsta hrina leiksins byrjaði pólska liðið Warta Zawiercie með yfirhöndina og komust fljótt í 1:9 forskot, sem gerði liði Hebar erfitt fyrir. Zawiercie unnu þá hrinu þægilega 13:25. Önnur hrina var mun jafnari og spennandi, og var jafnt á stigum alveg þangað til enda hrinunnar, en pólska liðið Zawiercie hafði betur og unnu einnig aðra hrinu 25:27, og var staðan því orðin 0-2 í hrinum fyrir Zawiercie.

Í þriðju hrinu leiks spítti lið Hebar í lófann og voru liðin nokkuð jöfn út þá hrinu. Hebar náði 20:17 forskoti og kom þeim í þægilega stöðu, pólska liðið var ekki lengi að jafna leikinn, og skiptust liðin á stigum út hrinuna, en í lok hrinu hafði lið Hebar betur og unnu þeir þriðju hrinu 26:24, staðan því orðin 1-2 og var ennþá tækifæri fyrir lið Hebar. Í fjórðu hrinu fór lið Hebar á kostum og unnu þeir fjórðu hrinu örugglega 25:17, staðan var orðin 2-2 og voru liðin á leið í oddahrinu.

Í oddahrinunni voru liðin jöfn, en á síðustu mínútum gaf Hebar allt í og sigruðu oddahrinuna 15:13 og þar með leikinn 3-2. Lið Warta Zawiercie þurfti einungis að sigra tvær hrinur á útivelli til að tryggja sér sæti í næstu umferð CEV Cup, og er lið Hebar því miður dottið út.

Í liði Hebar var Rozalin Penchev stigahæstur með 24 stig, þar á eftir var Hristiyan Dimitrov með 18 stig. Í liði Warta Zawiercie var Trévor Clévenot með 16 stig og Daniel Gąsior með 12 stig.