Fréttir - Innlendar fréttir

Þróttur Fjarðabyggð með stigin þrjú

Í gær tók Þróttur Fjarðabyggð á móti KA í Unbrokendeild karla. Fyrsta hrinan var öll í járnum þar sem liðin skiptust á flottum sóknarstigum og sterkum varnarleik. Heimamenn komu sér í góða stöðu 21-18 þegar KA tók leikhlé en það dugði ekki til og Þróttur tók fyrstu hrinuna 25-22.

Önnur hrina var einnig mjög jöfn þar til KA náði fjögra stiga forskoti í stöðunni 17-13 þegar Þróttur tók leikhlé. Heimamenn komu gríðalega einbeittir aftur til leiks og jöfnuðu í 17-17. Tók þá heldur spennandi lokakafli við þar sem mikill hiti var kominn i leikinn og gestirnir ekki sáttir með dómgæsluna og endaði það með því að leikmaður KA fékk gult og rautt spjald ( í sömu hendi ) vegna óviðeigandi framkomu við dómara, sem þýðir brottvísun út hrinuna. Þróttarar héldu þá sterkir áfram og voru alltaf með yfirhöndina. Hrinan endaði 25-21 fyrir heimamönnum og leiddu þeir þar með 2-0.

Heimamenn komu sterkir inn í þriðju hrinu og náðu fljótt fimm stiga forskoti en KA kom sér aftur inn í leikinn og var aðeins eins stigs munur þegar komið var í hálfa hrinu eða 16-15 fyrir Þrótt. KA jafnaði svo leikinn með gríðalega sterku blokkara stigi í stöðunni 18-18. Þróttur tók þá leikhlé og gáfu verulega í og komust í góða stöðu 21-18. KA barðist hvað þeir gátu en það dugði ekki til og Þróttur tók síðustu hrinuna 25-22 og því leikinn 3-0.

Stigahæstur í liði Þrótt Fjarðabyggðar var Raul Garcia Asenso með 18 stig.

Stigahæstur í liði KA var Miguel Mateo Castrillo með 21 stig.