Erlendar fréttir

Holte sópaði Køge saman og Gentofte fór til Ikast og sigruðu 3-0

Køge – Holte

Í gær fór Holte í heimsókn til Køge en Køge liggja á botni deildarinnar.

Ekki er mikið að segja frá leiknum þar sem að Holte mættu sterkar til leiks og sigruðu leikinn stórt 0-3 (11-25, 12-25 og 9-25).

Leikmaður leiksins var frelsinginn Ditte Kjær Hanssen. Næsti leikur Holte er á laugardaginn þar sem að þær halda til Odense og keppa á móti DHV.

Ikast – Gentofte

Í dag hélt Gentofte til Ikast en þær eru í 5. sæti í deildinni.

Leikurinn var ekki ósvipaður leik Holte þar sem að Gentofte mættu sterkar til leiks og sigruðu leikinn sannfærandi 0-3 (16-25, 18-25, 21-25).

Næsti leikur Gentofte er á laugardaginn þar sem að þær fara í heimsókn til Brøndby.