Innlendar fréttir

Vestri tók á móti Völsung um helgina

Vestri fékk Völsung í heimsókn um helgina í Unbrokendeild karla í blaki. Völsungur byrjaði fyrstu hrinu gríðarlega vel, með sterkri hávörn og góðum sóknum komust þeir í fína stöðu 10-4. Vestri tóku svo leikhlé þegar staðan var 16-10 fyrir gestunum og gáfu þeir heldur betur í eftir það og jöfnuðu leikinn 18-18. Heimamenn náðu þá yfirhöndinni og tóku fyrstu hrinuna 25-20.

Önnur hrinan var mjög jöfn og spennandi þar sem bæði lið skiptust á flottum stigum. Í stöðuni 11-10 fyrir Völsung fór rautt spjald á loft í garð gestana og varð því staðan jöfn í 11-11. Hrinan hélt áfram að vera jöfn þar til í stöðunni 20-20 þar sem spennandi lokakafli tók við sem endaði með því að Völsungur tók hrinuna 25-23 og jafnaði þar með leikinn 1-1.

Vestri byrjaði þriðju hrinuna mjög vel og náðu góðu forskoti þegar Völsungur tók leikhlé í stöðuni 17-12. Gestirnir áttu nokkra góða spretti en þeim tókst ekki að brúa bilið og heimamenn tóku hrinuna 25-20.

Völsungar voru þó hvergi nær hættir og komu sér í góða stöðu 13-6 í fjórðu hrinu. Vestri hélt þó áfram og gaf ekkert eftir þangað til þeir náðu að jafna leikinn 19-19. Vestri tók svo stjórnina í lokasprettinum á hrinunni og sigruðu hana 25-22 og þar með leikinn 3-1.

Stigahæstur í liði heimamanna var Marcin Grasza með 20 stig en í liði gestanna var það Trey Weinmeier með 19 stig.