Erlendar fréttir

Toppslagur í Odense í gær!

Í gær fékk Odense Volleyball Gentofte í heimsókn, liðin liggja bæði á toppi deildarinnar og var þetta því barátta um toppsætið.

Heimamenn byrjuðu leikinn sterkt og komu sér í 4-1 forystu. Gentofte voru þó ekki lengi að því að setja í annan gír og skoruðu 6 stig á móti 1 hjá Odense sem kom þeim í stöðuna 5-7. Liðin voru jöfn og skiptust á því að skora en Gentofte hélt þó forystunni og var staðan 11-15 og 13-17 gentofte í vil. Í stöðunni 16-20 fyrir Gentofte sögðu heimamenn “hingað og ekki lengra” og skoruðu 6 stig á móti 1 hjá Gentofte sem kom þeim í 22-21 forystu. Heimamenn voru sterkari í lok hrinunnar og tóku hana 25-23.

Odense komu gíraðir inn í aðra hrinu og komu sér 6-2 yfir. Heimamenn voru í góðum gír og áttu Gentofte erfitt með að stoppa þá og komust Odense í 12-6 forystu. Gentofte gáfu þó í og náðu að saxa á forskotið í 15-14. Odense sættu sig þó ekki við það og settu í þriðja gír og komu sér í 21-15 forystu. Eftir að Odense hafði verið með yfirhöndina alla hrinuna lokuðu þeir henni 25-20 og þar með komnir 2-0 yfir.

Gentofte voru komnir með bakið upp við vegg. Gestirnir voru ekki tilbúnir að gefa leikinn frá sér 3-0 og komu að krafti inn í 3. hrinu þar sem að þeir komu sér strax 2-6 yfir. Í stöðunni 7-15 fyrir Gentofte tók þjálfari Odense leikhlé en áttu heimamenn erfitt með að koma sér á strik og voru Gentofte 11-18 yfir. Odense Volleyball náðu hægt og rólega að saxa á forskotið en ekki dugði það þó til og sigruðu Gentofte hrinuna 21-25.

Gestirnir komu sterkir inn í 4. hrinu og komust 1-6 yfir. Gentofte voru sterkir en náðu heimamenn að minnka muninn og komu sér í stöðuna 15-16 fyrir Gentofte. Eftir það var hrinan æsispennandi og skiputst liðin á því að skora. Gentofte hafði möguleikann á því að taka hrinuna í stöðunni 23-24 þeim í vil en gerðu uppgjafarmistök sem kom heimamönnumm í stöðuna 24-24. Í stöðunni 29-28 fyrir Odense kom Galdur Máni inn á í uppgjöf fyrir Odense en hann byrjaði fyrst að æfa aftur seinastliðinn mánudag eftir meiðsli og er að koma sér í gang aftur. Í stöðunni 30-29 fyrir Odense fór uppspilari Odense í uppgjöf og lokaði hrinunni með ás. Odense vann þar með hrinuna 31-29 og leikinn 3-1.

Næsti leikur Odense Volleyball er á laugardaginn í Aarhus kl 14:00.