Fréttir - Okkar fólk úti

Matthildur kominn í úrslit um Slóvakíska meistaratitilinn

Þriðji leikur milli Slavia og Nové Mesto í undanúrslitum í Slóvakiu fór fram í gær. Fyrsta hrina byrjaði jöfn og skiptust liðinn á að leiða þar til Slavia náði tveggja stiga forskoti 10-8 þegar Nové Mesto tók leikhlé. Slavia gáfu ekkert eftir og héldu áfram af fullum krafti þar til þjálfari Nové Mesto tók sitt annað leikhlé í stöðunni 17-11 fyrir Slavia. Þrátt fyrir mikla baráttu gestana náðu þær ekki að jafna hrinunna sem Slavia kláraði 25-19.

Klúður einkennti byrjunina á hrinunni hjá slavia sem lenti 2-7 undir þegar þjálfarinn tók loks leikhlé. Það gekk erfiðlega í sóknarleik Slavia sem var 9-14 undir. Slavia vann sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og var það svo Matthildur sem jafnaði hrinuna í 22-22 með stigi beint úr uppgjöf. Slavia endaði á að stela hrinunni 25-23 með því að blokka seinustu sókn Nové Mesto.

Nové Mesto byrjaði þriðju hrinuna betur og leiddu framan af líkt og í þeirri annarri. Slavia jafnaði þó metinn fyrr í þetta skiptið eða í 9-9. Matthildur með annan ás í stöðunni 12-10 sem neiddi þjálfara Nové Mesto að taka leikhlé. Slavia leiddi hrinunna alveg þar til Nové Mesto jafnaði metinn í stöðunni 20-20. Við tók spennandi lokasprettur sem endaði með 25-23 sigri Slavia sem tryggði sig áfram í úrslit um Slóvakíska meistaratitilinn.