Innlendar fréttir

Undanúrslit BFH – Afturelding í Kjörís bikar kvenna

Fyrri undanúrslitaleikur kvenna í Kjörís bikarnum 2024 hófst í dag kl. 17:00 þar sem að KA sigraði HK 0-3 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Var því komið að því að hefja seinni undanúrslitaleikinn þar sem að BFH og Afturelding mættust.

Afturelding byrjuðu leikinn vel og leiddu 1-5. BFH brúuðu bilið í 7-10. Afturelding gáfu þá í og komust í 9-14 forystu þegar að þjálfari BFH tók leikhlé. Afturelding héldu áfram að pressa á BFH og voru 10-18 yfir. BFH héldu í við Aftueldingu og sýndu góða takta. Þrátt fyrir mikla baráttu BFH höfðu Aftuelding betur og sigruðu fyrstu hrinuna 18-25.

Blakfélag Hafnafjarðar byrjuðu 2. hrinu vel og komust í 3-1 forystu. Afturelding voru þó ekki lengi að koma sér á strik og koma sér yfir í stöðunni 3-5. Afturelding náði góðu forskoti í 6-10. Í stöðunni 10-15 fyrir Aftureldingu tók þjálfari BFH leikhlé. Aftuelding héldu forystunni og leiddu hrinuna 11-17. Afturelding hélt áfram að keyra á BFH og voru með forystuna 15-22. Með sterkri sókn og góðum uppgjöfum Aftureldingar áttu blakfélag Hafnafjarðar eftitt með að halda í við þær og lokuðu Afturelding hrinunni 15-25.

Afturelding komu með krafti inn í 3. hrinu og leiddu 1-5. BFH minkuðu muninn niður í 6-8 en aftur náðu afturelding forystu og leiddu 6-11. Áfram héldu Afturelding að leiða hrinuna og voru með mikið forskot og var staðan orðin 9-17. Aftureding voru með sterka sókn en BFH gerðu þó mörg mistök sem gerði það erfitt fyrir þær að halda í við Aftureldingu og enduðu Aftureldingar konur á því að sigra hrinuna sannfærandi 14-25 og þar með leikinn 0-3 og tryggðu sér sæti í úrslitum í Kjörísbikar kvenna 2024.