Fréttir - Innlendar fréttir

Völsungur sótti þrjú stig í Neskaupstað

Fyrsta umferð í neðri krossi Unbrokendeildar kvenna hófst í gær þegar Þróttur Fjarðabyggð tók á móti Völsung í Neskaupstað í gær. Bæði lið byrjuðu leikinn vel en með sterkum uppgjöfum og flottum sóknarleik komst Völsungur í góða forustu þegar Þróttur tók leikhlé í stöðunni 18-9. Þróttur náði ekki að vinna upp það forskot sem gestirnir náðu að byggja upp og endaði fyrsta hrinan 25-15 fyrir Völsung.

Þróttara konur komu einbeittar inn í aðra hrinu og leiddu þær með einu stigi í stöðunni 11-10 þegar leikmaður Völsungs missteig sig við netið. Gestirnir létu það þó ekki á sig fá og héldu sterkar áfram og leiddu í stöðunni 17-13. Þróttur reyndi hvað þær gátu til að brúa bilið en allt kom fyrir ekki og kláraði Völsungur hrinuna 25-19.

Völsungur byrjaði þriðju hrinuna af krafti og leiddu í stöðunni 9-3 þegar Þróttur tók snemmbúið leikhlé. Þróttur náði að stilla saman strengi og söxuðu hægt og rólega á forskotið. Heimakonur náðu svo að jafna leikinn í stöðuni 23-23 og var endaspretturinn gríðalega spennandi. Hrinan endaði í upphækkun þegar Völsungur náði loka stiginu og unnu hrinuna 26-24 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæst í liði Þróttar Fjarðabyggðar var Ester Rún með 15. Stig

Stigahæst í liði Völsungs var Nikka Jenneen með 17. Stig